Stelpurnar okkar í Jemen

Nýju krakkarnir okkar og stuðningsmenn þeirra

22.okt 2006

Hér með set ég inn nýju krakkana okkar sem við styðjum 2006-2007.

Mér finnst ástæða til að geta þess að skólaskylda er í Jemen en vegna fátæktar geta foreldrar ekki sent börn sín í skóla, einnig af því að almennt eru fjölskyldur stórar og kannski fær bara eitt af fimm eða sex eða tíu að fara í skóla.

Með þeim stuðningi sem við veitum breytum við lífi þessara barna svo um munar - og það fyrir 200 dollara á ári - á ári. Það eru um 1250 kr. á mánuði(miðað við að dollari sé 75 kr og raunar er hann aðeins lægri núna.

Það er til að mynda tilvalið að litlir kvenna eða karlahópar taki að sér barn/börn og hvet einkum og sér í lagi Zontafélög, Soroptimista, Rotary og Kiwanis og Lions til að íhuga málið. Mig langar til að biðja ykkur - hvert og eitt- að senda þetta áfram. MÉR FINNST ÁRÍÐANDI AÐ VIÐ STYÐJUM ÞESSI BÖRN. Þau eru öll frá mjög fátækum fjölskyldum sem búa við hörmulegar aðstæður.

Nú styrkjum við sem sagt 57 börn, þar af 53 stúlkur í grunnskóla og 18 í fullorðinsfræðslu. Með því að bæta þessum 20 við höfum við aukið lífsgæði tuttugu í viðbót. Kannski er það dropi en það er stórkostlegur árangur. Ég bið ykkur að hafa samband og ég læt ykkur fá nöfnin og síðan fá allir síðar í haust nánari upplýsingar og myndir af sínum börnum.

1. Jamal Hammeed Al Summary, 6 ára drengur - stuðningsmaður Helga Kristjánsdóttir
2. Rabbi Abdullah Alsarabee, 9 ára drengur- Högni Eyjólfsson
3. Wadee Abdullah Alsarabee 13 ára drengur- Guðmundur Pétursson
4. Mohammed Jameel Shraf al Salwee 9 ára, drengur- stuðningsmaður Guðmundur Pétursson
5. Bushra Sharaf AlKadasee 14 ára - stuðningsmaður Catherine Eyjólfsson
6. Fatten Sharaf Al Kadasee 7 ára- stuðningsmaður Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir
7. Gada Farooq Al Shargabi 14 ára- Guðríður Helga Ólafsdóttir
8. Sabreen Farooq Al Shargabi 13 ára- Guðrún S. Guðjónsdóttir
9. Fatema Abdullah Al Kabass 12 ára - Ragnheiður Jónsdóttir
10. Sabreen Ali Al Dubari 8 ára - Jóhanna Kristjónsdóttir
11. Safwa Sadek al Namoas 15 ára- Svala Jónsdóttir
12. Fatema Samer al Radee 11 ára- Sigrún Tryggvadóttir
13.Reem Farooq al Shargabi 9 ára - stuðningsmenn Valdís B. Guðmundsd/Halldóra Pétursd
14. Amal Abdu Al Kadasi 15 ára - stuðningsmaður Vaka Haraldsdóttir
15. Maryam Saleh Al Jumhree 18 ára- stuðningsmaður Valborg Sigurðardóttir
16. Ethaar Naked Al Douis, 10 ára- stuðningsmenn Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson
17. Ather Naked Al Douis 8 ára- stuðningsmenn Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson
18. Summaia Galeb al Jumhree 11 ára- Þórhildur Ólafsdóttir
19. Aysha Abd Al Kareem 9 ára- stuðningmenn Sólveig Óladóttir/Kristinn Kárason
20. Aida Yeheia Al Ansee 14 ára- stuðningmaður Birna Sveinsdóttir

Þess ber að geta að aldurinn segir ekki alltaf til um hvar krakkarnir eru staddir í skólakerfinu því mörg hafa ekki byrjað í skóla fyrr en 9-11 ára vegna aðstæðna á heimili.

Nú bíð ég vonglöð og bjartsýn eftir undirtektum og þakka þeim einnig mjög vel sem þegar styrkja krakka.

Nouria sagði mér í bréfinu að flest börnin okkar sem við höfum styrkt hafi gefið sig fram og vilja halda áfram og hefur þegar verið hægt að segja nokkrum/flestum - öllum vonandi - að við munum halda áfram að styrkja þau.
Nú bíða líka þessi börn eftir undirtektum okkar. Þó er trúlegt að einhver detti út en ég vona þá að menn taki önnur börn í staðinn. Læt ykkur vita nánar um það fljótlega.

Mér finnst samt ástæða til að geta um að ENGIR hópar hafa gefið sig fram til að taka þátt í þessu verkefni og því get ég aðeins stuðst við velviljaða VIMA félaga og aðra sem þeir kynna þetta mál

Ég sendi öllum stuðningsmönnum þær upplýsingar sem ég fékk frá YERO um krakkana
Nouria hefur nú sent mér á emaili þakkarbréf til hvers og eins og myndir af krökkunum. Þar sem ramadan er að ljúka og hátíðin Eid al fitr gengin í garð ætlar hún að senda síðustu plöggin þegar hátíðinni lýkur.
Þá efnum við til fundar og fólk fær "sín" börn. Ítreka að þær stúlkur sem bættust í hópinn í stað þeirra sem duttu út eru allar komnar með sína styrktarmenn svo talan helst óbreytt.

Einnig vonast ég til að í desember komi svo upplýsingar um stúlkurnar okkar af fullorðinsfræðslunámskeiðinu.

Sömuleiðis mun Nouria láta í té vitneskju um hvernig litlu stelpunum í fyrsta hópnum gengur og þeim mun ég sömuleiðis koma áleiðis.

ÞEgar upplýsingarnar frá YERO liggja allar fyrir langar mig að hvetja sem ALLRA flesta til að senda krökkunum mynd af sér og kannski smábréf. YERO konur lesa það fyrir þær og skrifa til ykkar ef þið óskið eftir. Þessar myndir má líka senda í gegnum mig og ef þið svo kjósið sendið þá mynd og smákort með heimilisfangi ykkar til mín og ég kem þeim snarlega áleiðis.

Þegar við fórum til Jemens sl. vor langaði marga að færa sínum börnum gjöf. Eftir nokkrar umræður komumst við að þeirri niðurstöðu að þá mundu sum verða útundan en var þess í stað samþykkt í VIMA stjórn að kaupa lýsistöflur fyrir 40 þús. krónur sem Fatimustjóður greiddi. Og þó ekki að fullu því Lýsi h.f gaf okkur af rausnarskap helmingsafslátt og hafi forsvarsmenn þar hugheilar þakkir fyrir.

Ef þið þekkið til í einhverjum fyrirtækjum sem vildu taka þátt í að styðja þetta verkefni frekar bið ég ykkur lengsta orða að hafa samband.

Um fullorðinsfræðslunámskeiðið

Ég fékk ábendingu um það frá ötlum VIMA félaga í gær, 21.okt að þessi dálkur um krakkana okkar væri ekki uppfærður nógu vel og það er hárrétt. Hér geri ég nokkra bragarbót.

Eins og sagt hefur verið frá talaði Nouria Nagi um það við mig sl. haust að hana langaði mig að koma á laggirnar fullorðinsfræðslu fyrir jemenskar konur á ýmsum aldri enda er læsi fullorðinna í Jemen afar slakt, ekki síst á það við um konur.

Babb kom í bátinn þegar hún fór að garfa í þessu vegna þess að fjölskyldur ýmsissa stúlknanna tóku þessu miður vel. Henni hugkvæmdist þá að sameina sauma og lestrarnámskeið og þá gekk allt betur.

Upp úr áramótunum síðustu 2005-2006 fékk ég bréf frá Nouriu Nagi í Jemen með nöfnum 18 stúlkna sem hafa byrjað starfs- og lestrarnám í miðstöð YERO í Sanaa í Jemen.
Allar þessara kvenna njóta stuðnings frá okkur og við getum verið stolt af því.

Þær eru á aldrinum 16-39 ára. Sama upphæðin þ.e. 200 dollarar er greidd fyrir hverja og eina.

Stúlkurnar eru
1. Afnan Khaled er 16 ára, hún er föðurlaus og fjölskyldan illa stödd fjárhagslega. Stuðningsmaður Eymar Pledel Jónsson

2. Phonon Khaled er 18 ára og systir Afnan. Þær stunda einkum nám í saumaskap og hannyrðum til að geta stutt fjölskylduna síðar meir. Stuðningsmaður hennar Dögg Jónsdóttir

3. Amna Taha er 18 ára. Gift og 3ja barna móðir. Maðurinn er atvinnulaus og hana langar að læra að sauma og lesa svo hún geti bjargað sér og fjölskyldunni. Stuðningsmaður Erla Magnúsdóttir

4. Khazna Bo Bellah er 22ja ára, fráskilin og þriggja barna móðir. Hún er ólæs. Elsti drengurinn hennar Ali er studdur til skólanáms af YERO Stuðningsmaður Ragnhildur Guðmundsdóttir

5.Najeeba Safe er 26 ára og á 6 börn. Hún er ólæs og óskrifandi. Eiginmaðurinn hefur vinnu örðu hverju. Hún sækir bæði lestrar- og saumatíma. Stuðningsmaður hennar Bjarnheiður Guðmundsdóttir

6. Halima Abdo er 36 ára, fráskilin með sex börn. Hún býr hjá bróður sínum og konu hans, en börnin eru hjá föður sínum. Hana langar að læra svo hún geti tekið börnin til sín. Stuðningsmaður Herdís Kristjánsdóttir

7. Seena Hussan Sayeed er 30 og á fimm börn. Hún var í skóla til tólf ára aldurs og vill taka upp þráðinn. Synir hennar njóta allir stuðnings YERO. Stuðningsmaður Litla fjölskyldan: Ragnheiður Gyða, Guðrún V. Þórarinsd og Oddrún Vala

8. Raefa Omer er 39 ára og kann að lesa og skrifa en býr við bágar aðstæður. Tvær dætur hennar , sem eru báðar fatlaðar, njóta stuðnings okkar, þe. Evu Júlíusdóttur og Ólafar S. Magnúsdóttur. Stuðningsmaður er Guðrún Sverrisdóttir

9. Sarkas Ali Aldawee er 26 ára er sæmilega læs og skrifandi en býr við sára fátækt og veikindi eru á heimilinu. Stuðningsmaður Guðrún Guðjónsdóttir

10. Sayda Mohammed, 38 ára. Hún er móðir þriggja stúlkna sem við styðjum, þe. Litla fjölskyldan, Jóna og Jón Helgi, Dominik Jónsson og Inga Hersteinsdóttir. Saydu langar að læra að lesa og skrifa. Hún vinnur fulla vinnu sem vinnukona auk þess að annast heimili sitt. Stuðningsmaður Elísabet Jökulsdóttir

11. Kokup Al Akeal, tvítug og ógift, hún er ólæs og óskrifandi en vill læra til að geta hjálpað sjúkum foreldrum. Stuðningsmaður er Guðrún Valgerður Bóasdóttir

12. Moonya Ali er tvítug og ógift. Hún kann að lesa og skrifa en þarf að læra saumaskap svo hún geti hjálpað bláfátækri fjölskyldu. Stuðningsmenn Inga Jónsdóttir og Þorgils Baldursson

13. Sasbal Al Akeal, 23ja ára. Er sæmilega læs og skrifandi en vill læra svo hún geti staðið á eigin fótum. Stuðningsmaður er Fríða Björnsdóttir

14. Hana Mohammed Ali er gift og á þrjú börn. Eiginmaður hennar er sjúklingur. Hún þekkir stafina og er kappsöm og vill styðja fjölskyldu sína með því að læra. Stuðningsmaður Þóra Jónasdóttir.

15. Najla Alobedydi er 25 ára, ógift og hefur lært að lesa en vill bæta við sig hagnýtu námi svo hún geti bjargað sér. Stuðningsmaður er Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

16. Afafe Al Obeydi- stuðningsmaður er Birna Sveinsdóttir

17. Ebtseam Al Makalee- Elin Ösp Gisladóttir

18. Fairouz Al Hamyari er 22 ára og fráskilin þriggja barna maður. Hún er einnig á námskeiðinu með litlu telpunum þ´ví hún hætti í skóla þegar hún gifti sig 15 ára. Hún reynir nú að afla sér menntunar svo hún geti tekið börnin aftur til sín en þau eru hjá fyrv. eiginmanni. Fairoyz hefur sýnt sérstaka hæfileika í handmennt. Stuðningsmaður er Magnea Jóhannsdóttir.

Eins og fram kemur hér að ofan hafa allar þessar dugnaðarstúlkur nú fengið sína styrktarmenn.

Það skal svo tekið fram að öllum þessum stúlkum hefur gengið vel. Styrktarmenn þeirra fengu allir upplýsingar um þær sl. vor og hvernig þeim gengi. Ekki fylgdu þeim myndir af stúlkunum því þær eru allar komnar á þann aldur að þær eru mjög tregar til að senda af sér myndir og það verðum við náttúrlega að virða.

Þegar ég var með hóp í Jemen sl. vor fórum við í heimsókn í miðstöðina og hreifst fólk, held ég að sé óhætt að segja, af því starfi sem þar er unnið.

Einn þátttakenda í ferðinni, Ólafur S. Guðmundsson sem gerði mjög skemmtilega og athyglisverða mynd um hana ákvað að gera diska og gefa allan ágóðann af honum í Fatimusjóð. Það var drengilegt af honum.
Nouria sagði að ætlunin væri að þær stúlknanna sem stæðu sig best og byggju við hvað erfiðastar aðstæður mundu fá eigin saumavél að námskeiðinu loknu, en því lýkur nú í desember 2006.

Var þá samþykkt á stjórnarfundi VIMA að láta ágóðann af sölu disks Ólafs renna til þessa. Hver saumavél kostar um 250 dollara, að sögn Nouriu, og seljist allir diskarnir ætti það að duga fyrir 5-6 vélum. Verði fleiri stúlkur taldar eiga skilda saumavél mun Fatimusjóður leggja út fyrir þeirri upphæð sem munar.

Hvet ykkur eindregið til að fá ykkur disk, kostar 2500 kr. og bara að hafa samband við mig. Þegar hefur safnast fyrir amk. einni vél til viðbótar með frjálsum framlögum.

Á eftir ætla ég svo að færa inn kafla um nýju börnin 20 sem bættust við hjá okkur og nokkrar nýjar því fimm úr fyrri hópnum voru teknar úr skólanum, ýmist vegna þess að þær voru að fara að gifta sig eða fjölskyldan taldi sig ekki geta verið án vinnu þeirra. Þær fengu samt allar nýja styrktarmenn eins og hendi væri veifað.

Jemenstúlkurnar okkar

Set fljótlega mynd af okkar glöðu og fallegu Jemenstúlkum plús JK sem var tekin við miðstöð YERO í Sanaa á dögunum.
Flestallar stúlkurnar mættu þennan morgun eins og ég hef fyrr minnst á. Fáeinar voru forfallaðar og ég hitti því ekki allar en áhuginn var mikill og ein hafði til dæmis sent systur sína til að ná í mynd.
Þetta hús leigði Nouria Nagi, forstöðukona YERO fyrir nokkrum mánuðum og fékk sjálfboðaliða til að gera það í stand með sér og er árangurinn til fyrirmyndar.
Stúlkurnar eru í hinum ýmsu skólum í Sanaa en hver aldurshópur sem nýtur styrks kemur tvisvar í viku í miðstöðina til að fá aðstoð við heimanám og eru hinar ágætustu kennslustofur þar. Einnig er stofa þar sem þær fá aðstoð í teiknun og meðferð lita því fæstar þekkja litina og ungur jemenskur listmálari hefur boðist til að koma dag hvern til að leiðbeina einum bekk.Úti fyrir er snyrtilegt port þar sem iðulega er komið fyrir borðum og stólum því krakkarnir fá máltíð í hvert skipti sem þau koma.
Nokkrar mæður stúlknanna - sumar atvinnulausar eða veikar - hafa boðið sig fram til að þrífa og þarna er líka skrifstofa svo og geymsla fyrir fata- og matargjafir sem ýmsar erlendar konur, búsettar í Sanaa, gefa og þær YERO þvo fötin og strauja og gefa stelpunum svo og yngri systkinum þeirra.
Úti í portinu er í bígerð að efna til góðgerðarkvöldverða einkum fyrir útlendinga í Sanaa sem vilja styrkja YERO og borga þá fyrir matinn. Er að láta gera nokkrar myndir í viðbót sem ég kem með á "foreldrafundinn" kl, 3,30 á laugardaginn. Vona að sem flestir styrktarmenn sjái sér fært að koma.Vil einnig minna á - ef misskilningur hefur orðið- að fundurinn kl 2 er með Íranshópnum í mars. Þætti vænt um að frétta frá þeim - bæði Íransförum og styrktarfólki sem telur að það geti EKKI komið. Það skal líka áréttað að gestir eru velkomnir á styrktarforeldrafundinn.
Einn VIMA félagi hafði samband og ætlar að gefa tveimur barnabörnum sínum í jólagjöf stuðning við tvær stúlknanna í fullorðinsfræðslu sem byrjar eftir áramót.Það finnst mér falleg hugsun. Hún sagði að þau mundu þá átta sig á að það er ekki alls staðar sjálfgefið að börn FÁI að njóta skólavistar.

Stúlkurnar í sjöunda himni að fá myndir

Godan daginn oll
Eg veit eiginlega ekki hvar eg a ad byrja. Gaerdagurinn var svo setinn ad thegar eg kom heim a Hill Town eftir tolf tima russ tha akvad eg ad bida med skyrslugerd.
Fru Nouria Nagi frumkvodull YERO kom og sotti mig i bytid i gaermorgun og vid keyrdum ut i midstodina sem hefur nylega verid komid upp med atorku og sjalfbodavinnu. Thar hofdu stulkurnar "okkar" safnast saman og bidu spenntar eftir ad segja mer hvad thaer vaeru gladar ad hafa fengid taekifaeri til ad komast i skola.
Svo afhenti eg theim myndirnar af styrktarfolkinu a Islandi og mer fannst gleðilegt ad sja akefdina thegar thaer skodudu myndirnar og spurdu ospart um hvern og einn og hver vaeri thessi og hinn tvi ymsir sendu einnig myndir af fjolskyldu sinni. Thetta var ansi ahrifamikil stund og thegar eg spurdi thaer hvort thaer aetludu ad halda afram i haskola ef thaer fengju til thess adstodu og hjalp hropudu thaer hver i kapp vid adra.
Margar aetludu ad laera laeknisfraedi, nokkrar vildu fara i kennaranam en ein litil og snaggaraleg Abir(styrktarmadur Gudlaug Petursdottir) sem er bara 7 eda atta ara retti upp hondina og sagdi feimnislega en af fullri einurd.Eg vil verda forstyra.
Eftir ad vid h0fdum rabbad saman goda stund voru þær sendar med straeto i skolana sina aftur og heldu um myndirnar sinar eins og thaer vaeru med fjarsjod.
Vid Nouria toludum sidan lengi saman. Hun sagdi mer sogu ymissa theirra en allar stulkurnar eru af blafaetaeku folki sem enga moguleika hafa a ad senda daetur i skola nema til komi adstod YERO.
Thad var Fatten Bo Belah (styrktarmadur Gudrun Halla Gudmundsdottir) sem vard til thess ad Nouria fekk hugmyndina ad midstodinni. Nouria hitti hana i Betlarmidstodinni- en thangad eru krakkar fluttir sem stadnir eru ad betli a gotum- Nouria gaf sig a tal vid stulkuna sem var tharna i fimmta skiptid - og spurdi hana hvort hun hefdi ahuga a ad fara i skola og Fatten sem tha var bara 9 ara sagdi ad thad vaeri draumur sinn. En thad vaeri bara draumur tvi fadir hennar vaeri eignalaus, eftir ad hafa asamt milljon Jemenum verid rekinn eignalaus fra Sadi Arabiu thegar Jemenar lystu yfir studningi vid Saddam Hussein eftir innrasina i Kuveit 1990. Fatten sagdi Nouriu ad fadirinn vaeri auk thess hjartasjuklingur og modirin sykursjuk og oll systkinin fengjust vid betl svo thau gaetu amk att fyrir saltkornum i grautinn.
Nouria sagdist hafa sannreynt ad astaedur stulkunnar vaeru eins og hun lysti og eftir thad akvedid ad hjalpa henni til ad byrja og sidan hefdi thetta undid upp a sig og nu er yngri systir Fatten Hind(studningsmadur Gudrun Olafsdottir) einnig komin i skola.

Enn ein athyglisverd saga er saga Fatmu (studningsmadur Herdis Kristjansdottir). Modirin glimir vid gedsjukdom og misthrymdi bornum sinum likamlega. Oll fjolskyldan betladi thegar hun gat tvi modirin af ovinnufaer og fadirinn omenntadur. Nouria hitti Fatmu einnig i Betlaramidstodinni og fannst hun sljo og sinnulaus en sagdist tho hafa sed eitthvad i fari hennar sem vakti von. Thad hefdi komid i ljos ad um leid of Fatma fekk ad spreyta sig gjorbreyttist hun. Er kvikk og klar og auk thess serstaklega listfeng og hefur fengid serstaka tjalfun i teikningu og medferd lita.
Systurnar fjorar sem styrktar eru afDominique, Litlu fjolskyldunni, Ingu Hersteinsd og Jonu og Joni Helga eru fyrirmyndarnemendur og maeta alltaf fyrstar i skolann. Modir theirra vinnur vid raestingar og fjolskyldan byr i 2ja herbergja ibud i verksmidju uti i Hadda, uthverfi Sanaa. Thau fa ad bua tharna gegn tvi ad fadirinn liti eftir med verksmidjunni a kvoldin en hann faer engin laun. Modirin er olaes en hun er mjog metnadargjorn fyrir hond barna sinna, fylgist med ad thaer laeri heima og thaer seu hreinar og snyrtilegar.

Tvaer systur Nagiba(studningsmadur Olof Magnusdottir) og Asia ( studningsmadur Eva Juliusdottir) eru badar fatladar, vaxa ekki edlilega en eru dugnadarnemendur. Thad hefur verid gengid ur skugga um ad trulega vaeri uppskurdur til ad laga thetta haettulegur og likur a lomun.Thad er athyglisverd saga ad baki hverrar thessara stulkna og otrulegt aevintyri ad vid skulum eiga thatt i ad veita theim betra og gjofulla lif.
Eg aetla ad segja meira fra thessu sidar og kannski a fundi en mer finnst starf YERO her med Nouriu Nagi i fararbroddi vera lofsvert i hvivetna og sannfaerdist um thad ad henni tekst ad teygja peningana nanast i thad oendanlega.
Nu hyggur hun sem sagt a namskeid fyrir stulkur a aldrinum 15-20 ara eftir aramotin -= stulkur sem eru olaesar og skrifandi
Er meiningin er kenna theim lestur og hugsanlega saumaskap eda eitthvad sem gaeti nyst theim til ad framfleyta ser. Eg vildi oska ad folk gaefi sig fram til ad styrkja thessar stulkur. Endilega hafid samband um thad.
Saskia van Nellen hollensk sjalfbodakona og taeknistjori aetlar ad senda mer myndir sem hun tok i gaer og eg vonast til ad koma theim inn a siduna fljotlega og er svo med fleiri myndir.Er einnig med myndir af ollum stulkunum og bref til hvers og eins styrktarmanns sem eg laet ykkur hafa thegar eg kem heim.Eftir godan hadegisverd heldum id Nouria svo i ungkvennafangelsid her i Sanaa - sem mer kom fyrir sjonir sem ollu meira betrunarheimili en fangelsi. Svo for hun med mig i Betlaramidstodina og thad var ljott ad sja.En meira um thad seinna.

Vinsamlegast komið til mín myndum af ykkur handa "fósturstúlkunum" ykkar

Góðan daginn, félagar. Meiri kuldablíðan úti.
Það var minnst á við mig á fundinum hvort styrktarmenn Jemenstúlknanna ættu að senda þeim smágjafir sem ég tæki með mér þegar ég fer út eftir tíu daga eða svo.
Í gær kom hins vegar imeil frá YERO-konunum í Sanaa og þær spyrja kurteislega hvort möguleiki sé á því að ég geti komið með myndir af styrktar/fósturfólki stúlknanna. Þær langi mjög til að eiga myndir af þeim sem hjálpa þeim.
Þær sögðust einnig óska eftir heimilisföngum svo stúlkurnar gætu verið í beinu sambandi og þann lista mun ég útbúa og færa þeim.
Þær tóku fram að stúlkurnar gætu ekki notað tölvumyndir og langaði í alvörupappírsmyndir.
Myndir af stúlkunum verða svo færðar öllum sem hlut eiga að máli þegar ég kem aftur.Þessu beini ég nú til ykkar. Mér finnst þetta þjóðráð. Bregðið við skjótt og uppfyllið þessa hógværu ósk og póstið til mín mynd af ykkur. Myndir þurfa að vera í mínum höndum ekki síðar en fimmtudag/föstudag í næstu viku.
Athugið að tvær styrkja fleiri en eina stúlku og ég þarf því myndir í samræmi við það. Zontaklúbbur sem styrkir tvær stúlkur- getið þið ekki sent hópmynd af ykkur?

Allar þrjátíu og sjö

Birti hér heildarlista yfir stúlkurnar 37. Eins og sjá má hafa styrktarmenn verið fúsir að gefa sig fram og því munum við bæta við fleirum eins og ég sagði hér á undan. Ítreka að framlög öll eru þakksamlega þegin. Úr sjóðnum fer einnig greiðslan til Líbanon á morgun. Vinsamlegast gangið frá greiðslum - þ.e þið sem eigið það ógert -því ég hef sent út greiðslur fyrir allar nema þær tvær sem Zontaklúbburinn Sunna styrkir beint- eða látið mig vita hvernig þið viljið skipta þeim.Munið svo góðu styrktarmenn að senda mér myndir fyrir föstudag n.k.
1. Sara Mohammed Saleh Hussein - Erla V Adolfsdóttir
2 Uesra Mohammed Saleh Hussein - Dóra Þórhallsd/Magnús B. Einarsson
3. Hyefa Salmane Hassan - Ingunn Mai Friðleifsd
4. Anise Nagi Ali - Valgerður Kristjónsdóttir
5. Gedah Mohammed Ali-Þóra Jónasdóttir
6. Safa Nagi Ali Yusef - Sigríður Halldórsdótti
7. Takeyah Ahamed Almatree - Dominique Pledel Jónsson
8. Fatten Bo Belah- Guðrún Halla Guðmundsdóttir
9. Leebia Mohammed Alhamery - Guðlaug Pétursdóttir
10.Abir Nagi Al Yushi- Guðlaug Pétursdóttir
11. Suzan Alhamley - Ingunn Mai Friðleifsdóttir
12. Amal Kandach- Margrét Guðmundsdóttir
13. Zaynab Kandach- Guðrún Valgerður/Elvar Ástráðsson
14. Nassim Aljoneed- Jóhanna Kristjónsdóttir
15. Shemah Alijoneed- Ingunn Mai Friðleifsdóttir
16. Yesmin Jamil Alsalwee- Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
17. Hind Bo Belah - Guðrún Ólafsdóttir
18. Hayat Almatree- Inga Hersteinsdóttir
19. Hanak Almatree - Ragnheiður Gyða og Oddrún Jónsdætur og Guðrún Valgerður Þórarinsd.
20. Hanan Almatree - Jóna Einarsdóttir og Jón Helgi Hálfdanarson
21. Sara Mohammed Al Rymee - Sigríður G. Einarsdóttir
22. Rasha Abdo Hizam - Hulda Waddel og Örn Valsson
23. Khload Mohammed Ali- Stella Stefánsdóttir
24. Bosara Ali Ahmed,- Margrét Pálsdóttir
25. Tahanee Abdallah Husseen - Zontaklúbburinn Sunna
26. Saadah Abdallah Ali- Zontaklúbburinn Sunna
27 Dekra Hatem Mhdee- Edda Ragnarsdóttir
28. Abir Abdo Al Zabibi- Ólöf Arngrímsdóttir
29. Fatima Moh. Nagi Al Yushi- Herdís Kristjánsdóttir
30. Ahlam Abdul Al Dhabibi- Ingveldur Jóhannesdóttir
31. Safa Jamil Al Salwi - Guðrún Erla Skúladóttir
32. Nagia Sjukri Najeb- Ólöf Sylvia Magnúsdóttir
33. Asia Sjukri Najib - Eva Júlíusdóttir
34. Fairouz Moh. Al Hamayri- - Ragnhildur Árnadóttir. Ath. Fairouz er 22ja ára, fráskilin þriggja barna móðir sem ákvað eftir skilnað að taka upp skólanám að nýju þar sem hún hætti 12 ára í skóla þegar hún trúlofaðist og gifti sig síðan.
35. Amal Moh. Al Remi- Birna Sveinsdóttir
36. Ahlam Yahija Hatem - Birna Karlsdóttir
37. Bodore Nagi Obad - María Kristleifsdóttir

Fögnuður hjá 15 jemenskum stúlkum -fleiri nöfn komin til mín

Stúlkurnar fimmtán eru búnar að eignast "foreldri/foreldra" og ég hef þegar sent upplýsingarnar út til þeirra YAROkvenna. Þær urðu yfir sig kátar og þó frídagur sé í Jemen í dag (þeirra sunnudagur) eru þær nú þjótandi út og suður að tilkynna stúlkunum að þær fái að vera í skóla í vetur og sögðust búast við að það vekti óblandna gleði.
Þar sem fleiri hafa látið í ljósi áhuga hef ég beðið um fleiri nöfn og á von á að fá fimm nöfn nú á eftir og raunar er ekki hörgull á þeim og hægt að bæta við lengi enn. Svo ég vona að einhverjir góðviljaðir bætist við enn.
Í imeili sem ég fékk frá Catherine Hanafi í gær sagði hún: "Mér finnst stórkostlegt hvað Íslendingar eru að gera. Þetta hefur hleypt okkur kappi í kinn og við sjáum fram á að margar stúlkur sem ella hefðu ekki getað byrjað í skóla eða haldið áfram fá nú tækifæri."Benda má á að þær stöllur segja að fólk skuldbindi sig ekki til þessa stuðnings nema ár í senn og síðan má auðvitað vona og vænta þess að fólk vilji halda áfram að eiga sínar fósturstúlkur.Ein styrktarkonan sagði að hún vildi styrkja sína "dóttur" næstu fimm ár og fínt að hafa það á hreinu en skuldbindingin er ekki nema fyrir eitt ár strangt tiltekið.
Takk mikið vel og elsku látið mig heyra í okkur. Nóg af fúsum námsstúlkum bíður.

Fimmtán stúlkur bíða okkar - hafið nú samband

Góðan daginn öll
Ekki laust við haustbragð af golunni þegar ég var að bera út í morgun.
Beint að efninu: þær forsvarsmenn YARO samtakanna í Jemen, Catherine Hanafi og Nouria Nagi hafa sent mér lista yfir nöfn 15 stúlkna á aldrinum 7-13 ára sem eru á biðlista að komast í skóla.Auk þess bíða 250 aðrar en YARO stefnir að því að útvega þeim öllum stuðningsmenn á næstu tveimur árum.
Eins og ég sagði fyrr kostar það 200 dollara á 'ARI að styrkja stúlku til náms í Jemen. Það eru um 14 þúsund krónur. Fyrir þá upphæð greiðir YARO skólabúning, skólatösku, skólavörur, mat meðan er verið í skólanum og veitt er aðstoð í bækistöðvum samtakanna við heimanám. Á þessum lista eru nokkrar stúlkur 12-13 ára sem eru í 1.bekk, þe. hafa ekki haft efni á að byrja í skóla fyrr en YARO kom þeim til aðstoðar.
Ýmsir þeirra sem vilja aðstoða mig við þetta segjast hafa áhuga á að styrkja eina sérstaka stúlku og fá nafn og aldur og helst mynd af henni. Það er allt til mikils sóma og ekkert flókið við það.Það sem ég hef hug á er að útvega styrktarmenn handa þessum fimmtán stúlkum og auk þess fæ ég svo fleiri nöfn þegar þær eru gengnar út. Þá mun Fatimusjóður greiða fyrir þær eftir því hvað stjórn VIMA ákveður.
Einnig er nú unnið að því að koma því í kring að Fatima í Thula komist í framhaldsnám en hún hætti í skóla eftir skyldunámið. Hugsanlegt er líka að við getum styrkt aðra til framhalds og háskólanáms.Allnokkrir VIMA félagar hafa þegar greitt 10 þús. krónur og því spyr ég þá hvort þeir vilji fá sína sérstúlku??? Það þýðir að þeir borga 4 þús. til viðbótar, annað hvort nú eða seinna í vetur. Þurfa bara að láta mig vita.
Gjörið svo vel og hafið samband við mig hið allra allra allra fyrsta ef þið viljið á einn eða annan hátt leggja þessu lið. Ég fer til útlanda seinni partinn í næstu viku og verð í burtu septembermánuð ef guð lofar.
Mér þætti gott ef við gætum sent þeim nöfn styrktarmanna sem vilja hafa þann hátt á sem ég lýsti áður en ég fer.Vonast til að hitta ræðismann Íslands í Jemen á morgun eða hinn, en hann er nýkominn til landsins og mun biðja hann að tala við YARO-konur eftir að hann kemur heim. Ég reikna sömuleiðis með því að skreppa til Jemens í fáeina daga í nóvember og þær stöllur hafa boðið mér að koma í heimsókn í bækistöðvar þeirra og hitta þá þau börn sem þegar eru orðnir styrkþegar.Ég ætla svo að taka fram að FATIMUstjóður mun einnig senda árlega upphæð til kvennaverkefnisins í Sjabra/Sjatilaflóttamannabúðunum í Líbanon eins og við höfum gert þrívegis áður.Mælist eindregið til að menn hafi samband.
Þó svo reglugerð sjóðsins sé ekki tilbúin finnst mér rétt að þeir einstaklingar sem vilja taka sínar "fósturstúlkur" sem fyrst geti gert það.

Hver vill styrkja stúlku?

Jemenstúlknamálið er komið í fullan gang.
Samtökin í Jemen sem ég hafði hendur í hári á eftir nokkurt vesen sýna vilja okkar til að styrkja stúlkur til skólagöngu, mjög mikinn áhuga og veita upplýsingar í gríð og erg.
Ef einstaklingar vilja taka að sér að styrkja stúlku til náms frá 6 ára aldri kostar það 200 dollara á ári. Það er svo grátlega lítið að ég trúi ekki öðru en margir taki við sér.
Um þessar mundir er verið að semja sérstaka reglugerð um Fatimusjóðinn og þegar hún liggur fyrir ætlum við að gera skurk í þessu, kynna málið og leita til fyrirtækja.
En stuðningurinn byggist þó fyrst og fremst á framlagi einstaklinga og vonandi sem flestra félagsmanna í VIMA. Bið ykkur að hafa samband eða leggja beint inn á reikninginn, þið sjáið númerið hér á síðunni eins og ég hef áður bent á. 200 dollarar á ári! Vitiði ég trúi ekki að okkur muni um það.

Glæsilegar undirtektir við Jemen

Ég get ekki stillt mig um að segja ykkur að það streyma inn bréfin frá Jemen eftir þessa litlu klausu sem ég skrifaði í Yemen Times um að við hefðum áhuga á að styrkja stúlkur í nám. Flest eru frá útlenskum konum sem vinna við ýms konar hjálparstörf í landinu, m.a. við heilsugæslu og menntun.
Fékk adressu hjá konu sem sér um að fylgja málinu eftir og tekur á móti greiðslum og sendir upplýsingar um þær stúlkur sem styrks njóta. Upphæðin á ári er svo ótrúlega lág að ég fæ ekki betur séð en við getum hjálpað alla vega einum tíu stúlkum, en þá yrði að skuldbinda sig næstu 5-6 ár því margar þeirra hafa ekki lokið menntaskóla.
Einnig gæti verið snjallt að styrkja stúlkur strax frá því skólaskylda hefst - skólaskylda sem þessi samtök mundi þá ábyrgjast að væri framfylgt og reglulegar fréttir mundu fást af stúlkunum og framgangi þeirra.
Vildi bara segja ykkur þetta, ekki síst þeim sem hafa lagt pening í þetta þarfa og góða mál og vonandi bætast nú enn fleiri í hópinn.Þetta skýrist svo enn betur á næstunni en ég er lukkuleg með þessa hressilegu byrjun því ég var orðin dauf í dálkinn yfir því hvað allt silaðist áfram.Munið reikninginn hér til hliðar Hentug reikningsnúmer. Hvort sem það eru 500 kr eða 5000 kr eða allt þar á milli kemur að ótrúlegu gagni. Vonast til að þið látið í ykkur heyra.

Jemenverkefnið að komast á skrið

Það hefur gengið brösuglega að koma Jemenverkefninu mínu af stað, þ.e að styrkja ungar stúlkur til náms. Einkum vegna þess að ekki hefur náðst almennilegt samband við fólk sem gæti haldið utan um þetta af ábyrgð.
Ég skrifaði nýlega grein í Yemen Times og hef fengið miklar og góðar undirtektir. Mun nú vinna úr þeim bréfum og hafa samband við þetta fólk og bind einnig vonir við ræðismann Jemens sem virðist áhugasamur um að koma málinu á rekspöl.
Læt ykkur fylgjast með og þakka ástsamlega að þó nokkrir leggja fasta upphæð inn á reikninginn minn vegna þessarar hugmyndar minnar sem mun náttúrlega verða að veruleika fyrr en síðar. Hugsast getur að ég þurfi að skjótast til Jemen í nóvember til að hnýta síðustu hnútana og svo gæti þetta allt farið á fullan skrið.

Meira um Jemen og sjóðinn

Brottför til Jemen stendur fyrir dyrum og allir eru eftirvæntingarfullir og hlakka til.
Býst við að geta hitt félaga í Jemen sem geta gefið nokkurn veginn pottþétt upp hvað kosta muni að styrkja amk. eina jemenska stúlku - helst Fatimu í Þúla- til náms. Var að taka saman hvað væri komið inn og hér með listi yfir það.
Sjálf legg ég fram til að byrja með 250 þúsund af Hagþenkisverðlaunum. Ein félagskona sem ég held að vilji ekki láta nafn síns getið 100 þúsund.
Í þeim vísi að söfnun sem var í tengslum við afmælið mitt í febrúar komu inn 64.825 þúsund.
Tveir kvennaklúbbar eru reiðubúnir að taka þátt í verkefninu og bíða eftir áætlun um kostnað. Þeir eiga þakkir skildar svo og aðrir sem hafa lagt þessu lið.Þá er skipulagsskrá sjóðsins í undirbúningi svo allt verði nú löglegt og fínt og gagnlegt.Þá er meiningin að senda til kvennaverkefnisins í Líbanon smáupphæð og ég geri það þó líklega ekki fyrr en ég kem aftur frá Jemen/Jórdaníu.
Ýmsir hafa haft spurnir af þessu og beðið um reikningsnúmerið. Enn er upphæðin á mínum reikningi en bý til sérreikning fljótlega. Þeir sem vilja bæta við upphæðina leggi alúðlegast inn á 1151 15 551130 og kt. 1402403979. Öll framlög eru afskaplega vel þegin.

Hvernig væri að búa til sjóð?

Mig langar hér með að segja ykkur frá hugljómuninni minni, mínir vænu félagar.
Nú á ég sumsé afmæli í dag - sem er vissulega merkisdagur eins og allir afmælisdagar eru. Einhver spurði mig á dögunum hvað ég vildi fá í afmælisgjöf og ég verð að játa að mér varð svaravant. Því hvað vantar eiginlega skipulagða stútungskonu á mínum aldri?
Svo hugsaði ég málið og komst að niðurstöðu og hér er hún:Mesta ánægja mín væri að við stofnuðum dálítinn sjóð til að styrkja jemenskar stúlkur í nám og til að styðja við bakið á palestínskum stúlkum sem hírast í flóttamannabúðum í Líbanon við bág kjör.
VIMA hefur nokkrum sinnum látið smáupphæðir af hendi rakna til verkefnis þar. En með alvöru sjóðstofnun gæti sú hjálp orðið markvissari.
Hvað varðar skólagöngu stúlkna í Jemen held ég að þar gæti slíkur sjóðir gert heilmikið gagn. Aðstæður þeirra eru erfiðar en stúlkan Fatíma í Þúla er gott dæmi um unga stúlku sem þyrfti að komast í nám.Því bið ég þá sem vilja gefa mér eitthvað/vilja styrkja þessa hugmynd að leggja inn upphæð á reikninginn 1151 15 551130 og kt. mín er 1402403979.
Síðan stofna ég sérstakan reikning utan um þetta og svo verður þetta fljótlega alvörusjóður og vonandi getum við leitað til ýmissa utan VIMA.
Athugið að upphæðin er bara eftir smag og behag og allt hversu lítið/mikið kemur að gagni og sýnir hug sem ég met mikils.
Svo þetta er mín hugljómun og ég vona að ykkur lítist vel á hana. Ef þið viljið taka þátt í þessu elsku leggið þá smotterí inn á reikninginn. Á næsta VIMAfundi ætla ég að fá aðstoð við að gera reglur um þennan sjóð og koma þessu á framfæri.
Þetta er gert í tilefni af afmælinu mínu í dag og ánægjulegum persónulegum viðburði á morgun.
Nú er ég óneitanlega mjög spennt að vita um undirtektir ykkar. Sæl að sinni.
posted by JK @ 2/14/2005

Trackback (0)